þriðjudagur, janúar 22

Splunkunýr fjölskyldumeðlimur!

As we speak þá sit ég við splunkunýju fartölvuna mína sem við Maddi keyptum í dag fyrir skólann hjá mér. Ég hef nefnt hana Junior :O)
Hún er alveg einstaklega falleg, með 17" skjá og innbyggðri myndavél. Það er svona cirka það eina sem ég skildi af söluræðunnni hjá gaurnum hjá EJS.
Til að fara með nýja lappanum þá skráði ég mig í fjarnám á ný hjá FÁ. Líst rosalega vel á skólann og ákvað ég að taka því rólega fyrst og tók sögu, íslensku og frönsku til að byrja með.

Svona er hún að framan, nema svört en þetta var draumaliturinn sem var ekki til.

Og svona er yndislegheitið þegar maður opnar hana :)

2 ummæli:

Anna Sjöfn sagði...

Hvernig er fólk svo að fíla nýja útlitið á blogginu?
Ætla að prófa þetta í ca viku og athuga hvernig þetta fer í mig.

Nafnlaus sagði...

finnnst þetta flott svona :D